We've updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Helga Vol. 2

by Möller Records

/
  • Streaming + Download

    Includes high-quality download in MP3, FLAC and more. Paying supporters also get unlimited streaming via the free Bandcamp app.
    Purchasable with gift card

      name your price

     

1.
Nuke Dukem - IV (free) 02:32
2.
Bistro Boy - Motional (free) 06:20
3.
4.
5.
6.
7.
8.
Intro Beats - Mollody (free) 04:42
9.
Skurken - Grétar (free) 04:12
10.
11.

about

Þann 6. desember kom út safndiskurinn Helga 2, sem sýnir það helstu úr flóru Möller útgáfunnar. Möller Records er alíslenskt plötufyrirtæki sem stofnað var í byrjun ársins 2011 af þeim félögum Árna Grétari og Jóhanni Ómarssyni. Fyrst um sinn gekk fyrirtækið undir nafninu Tom Tom Records, en ástæðan fyrir nafnabreytingunum var hótun um lögsókn frá hollensku fyrirtækinu TomTom, sem sérhæfir sig í GPS tækjum. Nú hefur Möller gefið út alls 14 vel heppnaðar útgáfur og fínan safndisk með sýnishornum af vörulista fyrirtækisins, því er tilvalið að taka saman annað yfirlit yfir gæði og þróun útgáfunnar.

Jæja… kíkjum yfir safndiskinn.

Nuke Dukem hefja leikinn með framtíðardiskólaginu IV. Þeir voru einmitt einir af sigurvegurum lagakeppninnar sem Möller Records hélt og komu auk þess fram á síðasta Heiladanskvöldi útgáfunnar. Þeir hafa verið heitir í útsetningum undafarin misseri og t.a.m. endurhljóðblandað nýaldarpoppoctetbandið NýDönsk.

Bistroboy býður okkur upp á naumhyggjukennt sálarhús í lagi sínu Motional. Fyrr á árinu gaf hann út stuttbreiðskífuna Sólheimar og innihélt hún sex prýðileg sveimkennd heiladansverk.

Futuregrapher fer með okkur í sveimferðalag í mjúka sófanum sínum í laginu Sofa Travel. Mjúkir sveimtónar mæta dúnmjúkum TB-303 línum og úr verður tímalaust ferðalag í rafræna undirheima. Futuregrapher er listamannsnafn hins dýrslega Árna Grétars. Hann er einn stofnanda Möller Records, ásamt Jóhanni Ómarssyni, og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir tónleikflutning á verkum sínum. Fyrr á árinu gaf hann út breiðskífuna LP, sem hefur hvarvetna fengið það lof sem hún á skilið.

Steve Sampling heldur áfram með sínar áhugaverðu sarptilraunir í hústónlistarforminu í laginu Steps. Lagið er í raun rökrétt framhald á stuttskífunni Distance sem kom út byrjun ársins. Steve Sampling hefur víða komið við á sínum ferli. Snemma á sínum ferli vakti hann helst athygli fyrir rímur og taktagerðir í heimi hipphoppsins. Lagið hans Viltu með mér vaka undir listamannanafninu Mezzias MC fékk mikla spilun í útvarpi. Hann sarpaði lag Hauks Morthens og Erla Þorsteinsdóttur, er þau sungu texta Guðmunds Guðmundssonar skólaskálds. Á undanförnum árum hefur hann getið sér góðan orðstír við gerð á brotnum töktum og tilraunakenndri hæghraða raftónlist. Hann hefur gefið út heilar fjórar breiðskífur og á þeim hefur hann sýnt ótrúlega fjölhæfni og ást og virðingu fyrir hljóðsarpinu.

Jónbjörn er annar af stofnendum húsfyrirtækisins Lagaffe Tales, sem hafa verið að gera góða hluti undanfarin misseri. Hann er hér með djúphúslagið Mýró og gæti það verið að vísa til katalónska málarans Joan Míró, þó svo vísunin í súrrealismans og heift í garð yfirstéttar sé hér afar vel falin. Lagið er ljúft og myndi sóma sér vel í diskópartíi fyrir svefnsjúka. Lagið er eitt af þeim þremur sem sigruðu í lagakeppni Möller Records.

Murya stígur svo á svið með lagið Children of Othuru og er það að finna ægifagra hljómaganga og tipplandi takt. Murya gaf út hina stórgóðu stuttbreiðskífu Crystalline Substances á síðasta ári og hefur sú platað fengið mikið lof gagnrýnenda og tónlistaráhugamanna. Fyrsta útgáfa hans var árið 2009 með laginu Grey Daze, en það lag var gefið út á safndisknum Imaginary Friends á vegum hins virta útgáfufyrirtækis Ultimae Records. Á þessu ári deildi hann lagi á safndisknum Mindfield, ásamt stórnöfnum innan raftónlistarheimsins svo sem Black Dog, Spacetime Continuum, Boxcutter og Future Sound of London.

Einar Indra býður okkur upp á lagið Mountain Blue, þar sem andi Burial og jafnvel The Knife svífur yfir á afar skemmtilegan hátt. Lag Einars er eitt af þeim þremur sem sigruðu í lagakeppni Möllers. Einar hefur verið viðriðinn raftónlist í þónokkurn tíma og hefur nú upp á síðkastið fært sig upp á skaftið og komið fram á tónleikum víðs vegar um Reykjavíkurborg. Ég held að við eigum eftir að sjá og heyra meira af honum á næstunni.

Intro Beats er með lagið Mollody, þar sem léttleikandi brotnir taktar dansa í kringum skemmtilegan hljómagang. Intro Beats, eða Addi Intro, hefur verið lengi að. Hann er hluti af Forgotten Lores hópnum, sem eru ein besta Hip Hop sveit á Íslandi og hefur sent frá sér tvær frábærar plötur. Intro Beats hefur áður gefið út eina sólóplötu, Tivoli Chillout, en þar fékk hann 15 gestarappara til að hjálpa sér við gerð plötunnar. Sú plata fékk góðar viðtökur og frábærar undirtektir í rappmenningunni á Íslandi. Í lok síðasta árs kom út breiðskífan Halftime og fékk hún prýðisdóma gagnrýnenda, sem og raftónlistaráhugamanna. Innlimun Intro Beats í Möller fjölskylduna hefur spunnið af sér áhugaverða blöndu af hipphopp og hefðbundinni raftónlist og er hægt að bera saman afraksturinn við það besta sem gerist hjá Brainfeeder eða Alpha Pup útgáfunum.

Skurken er hér með lagið Grétar og er þar að finna léttleikandi heiladans með skemmtilegum tónagangi. Skurken er áhugamönnum um raftónlist vel kunnur, enda mikill fagmaður og reynslubolti. Hann er galdramaður á bakvið tölvuna og er iðinn við semja rafsinfóníur sem enginn sleppur frá ósnortinn. Skurken er annar forseti Möller útgáfunnar, sem er ábyrgur fyrir þessum ágæta safndisk.

Subminimal hraðar upp safndiskinn um nokkur BPM með lagi sínu The Parallel. Brotnir taktar og flæðandi andrúmsloft einkennir tónsmíðar listamannsins, en vert er að minnast á stuttskífuna Microfluidics, sem út kom í maímánuði síðastliðinn. Subminimal em er 30 ára kvikmyndagerðarmaður og margmiðlunarfræðingur, hefur komið fram á Iceland Airwaves síðustu ár og fengið mikið lof fyrir tónsmíðar sínar. Í gagnrýni Jonah Flicker fyrir Reykjavík Grapevine um Iceland Airwaves hátíðina árið 2007 var skrifað að Subminimal hafði upp á margt áhugavert að færa, hafi opnað framandi stafræna hljómheima og áreynslulaust blandað saman sveimtónlist við vel grípandi trommutakta.

Fu Kaisha býður okkur upp á naumhyggjukenndan heiladans í laginu Grooming Basics. Lagið er naumhyggjukennd í nokkurs konar 12 tóna tækni, þrátt fyrir að önnur regla tækninnar um endurtekningar sé nokkuð oft brotin. Fu Kaisha hefur verið iðinn við að bjóða okkur upp á sýruskotna heiladanstónlist með tregablendnum hljóðheimum inn á milli sem minna helst á listamenn eins og AFX og Wisp og er þetta því áhugavert skref fyrir listamanninn.

Safndiskurinn Helga 2 sýnir fram á það að íslenska raftónlistarsenan er í heilbrigðu ástandi og þróunin er ennþá til staðar. Ef til vill mun þessi safndiskur vera listamönnunum þeim sem hér koma fram, sem og öðrum, stökkpallur. Íslensk raftónlist á fullt erindi við evrópskan sem og amerískan markað og er þessi safndiskur ágætis vitnisburður um það. Hægt er að nálgast safndiskinn án endurgjalds, gegn því að tvíta eða birta póst um hann á hvarmskinnu. Allar upplýsingar um hvernig það er gert eru fengnar með því að fylgja þessum hlekk. Ljósmyndin á umslaginu er eftir Þorleif Gunnar Gíslason og leturmeðferð var í höndunum á Jóhanni Ómarssyni.

Áfram Ísland. Toppmöller™.

Texti - Raftónar / raftonar.is.

credits

released December 6, 2012

Arranged By – Árni Grétar
Compiled By – Frosti Jónsson, Stefán Ólafsson, Árni Grétar
Mastered By, Compiled By – Jóhann Ómarsson
Photography By – Þorleifur Gunnar Gíslason
Written-By – Brynjólfur Gauti Jónsson (tracks: 1), Dagbjartur Elís Ingvarsson (tracks: 11), Einar Indra (tracks: 7), Frosti Jónsson (tracks: 2), Gudmundur Gudmundsson (tracks: 6), Jóhann Ómarsson (tracks: 9), Jónbjörn Finnbogason (tracks: 5), Rúnar Nielsen (tracks: 1), Stefán Ólafsson (tracks: 4), Tjörvi Óskarsson (tracks: 10), Árni Grétar (tracks: 3)

license

all rights reserved

tags

about

Möller Records Reykjavík, Iceland

Möller Records has released Icelandic Electronica since 2011. Möller Records exists to provide a platform for Icelandic musicians.

contact / help

Contact Möller Records

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this album or account

If you like Möller Records, you may also like: